Svolítið um Ólaf konung og leiðina mína.

Ég set hér inn smá upplýsingar sem ég fann á netinu um þessa gönguleið og Ólaf konung. Þetta er nú kannski meira fyrir mig til þess að hafa hér í blogginu mínu,en e.t.v. hafa einhverjir gaman af þessu líka.smilesmile

Leiðin um Guðbrandsdalinn er lengsta pílagrímaleiðin í Noregi og var á miðöldum aðalleiðin milli Oslóar og Þrándheims (Niðaróss). Leiðin er vel merkt og býður uppá fallega náttúru um sveitir, þorp og bæi eftir því sem ég hef lesið.

Á þeirri leið sem við ætlum að ganga, sem er kölluð vesturleiðin getum við heimsótt fæðingarstað Ólafs helga og örugglega marga fleiri áhugaverða staði, og þegar til Lillehammer er komið sameinast vestur og austurleiðirnar í eina. Og leiðin liggur svo yfir Dovre fjöllin allt til Þrándheims og ef allt gengur vel mun þetta taka rúmlega mánuð. 

 Og hér fyrir neðan eru upplýsingar af vefnum á ensku um Olav konung.

The Norwegina king Olav II Haraldsson was born in 995 as a son og the Viking king Harald Grenske, who was the great grandson of Harald Fairhair.

This was highly advantageous in a time when the country had several small kings and earls, because direct lineage from Harald Fairhair gave the right to inherit the Norwegian throne. 

Only 12 years old Olav was introduced to the life as a Viking at sea. His mother, Ásta sent with him the experienced Viking Rane, who became an importand teacher for the young boy.

Olav became a successful Viking chief, who was an alliance with several of the rulers of Europe, but he also had dangerous enemies. King Ethelred got back his country and king Olav was richly rewarded.

Another of king Olav´s allied was the Duke Richard II of Normandy. 19 years old Olav stayed in Rouen, France for many months at the Duke´s court. Though Christianity had been introduced to many places in Norway and King Olav Haraldsson probably knew about this new faith, it was during his stay in Normandy that he was taught  Christianity by the Duke´s own brother, Archbishop Robert of Rouen, and was babtized in Rouen 1014.

He came back to Norway with the vision and the call to unite his kingdom to become one Christian country under a new Christian legislation.

During the year 1015/16, he was elected king all over Norway and the "things" which were the Viking´s form for democracy. Free men who owned their land were able to vote. In 1016 Olav was hailed as king at Oyrething in Trondheim. He was then the first to be elected as king over the whole country. During this procedure the king also introduced a Christian legislation, which was fully adopted in 1023 at Mosterthing.

During his 15 years as king of Norway, Olav experienced great progress for his project in the country, but also some resistance from important people who made an alliance with the Danish king. Olav had to flee Norway in 1028 and spent a couple of years in Novgorod at the court of Yaroslav I, Grand Prince of Rus(sia), who was not only his brohter-in-law, but also the foster father of his son, Magnus the Good.

1030 king Olav had a dream which he interpreted as a call to go back home and fight for his country. He arrived at Stiklestad with a small army and was killed at a battle there.

The St.Olav´s saga, writthen by the Icelandic historian Snorri Sturluson, tells about miracles that occurred at the b attle scene and later around the king´s grave in Trondheim.

People started to think that he was a holy man and one year later they convinced the bishop to open the grave. The king looked like he had been sleeping, his hair and nails had grown, his skin was fresh and a wonderful fragrance came up from the coffin. The king was declared a martyr and a saint in the year 1031. The relics were placed in the church and the pilgrimages to the holy king´s relics started immediately.

In 1153 the archbishopric of Nidaros was established by the Pope and the first archbishop, Oystein, started the building of the magnificent cathedral of Nidaros in Trondheim. Archbishop Oystein had studied in France and England and was familiar with the architecture of the European cathedral. He brought both the knowledge and stonemasons with him to Trondheim. Archbishop Oystein was an important person for the venetation of St.Olav. He wrote a book about the life and miracles of St. Olav: "Passio et miracula beati Olavi".  This book was spread and copied all over Northern Europe and we can still find some copies, among them in libraries in France and Oxford, England.

 

 

 

 

 

 

 


Noregur kallar!

Jæja, nú er fjórða pílagrímagangan mín á döfinni og eru það frændur mínir í Noregi sem ég ætla að heimsækja og ganga svokallaða leið heilags Ólafs, sem er kennd við Ólaf helga Haraldsson konung.

Ég mun ganga frá Osló til Þrándheims, sem eru u.þ.b. 650 km og legg af stað þann 10. júní. Nú fáum við "ferðafélaginn minn" frá fyrri göngum félagsskap, Hanne sem kemur frá Ameríku og Ger frá Hollandi.

Þegar ég fór að velta þessari gönguleið fyrir mér var eitt sem ég var alveg með á hreinu. Ég vildi ekki ganga þessa leið án þess að vera í samfylgd annarra pílagríma. Leiðin er fáfarin miðað við göngurnar á Spáni og mun erfiðari og ekki eins mikið um gististaði, þannig að það verður ýmislegt öðruvísi en á Jakobsveginum og meira um að hugsa varðandi mat og gistingu og ekki má gleyma því sem miklu máli skiptir - VEÐRINU surprisedsurprisedsmile

Og því voru góð ráð dýr! Eða ekki;o) 

Hvernig átti ég að finna mér göngufélaga?   Jú, ég fór á síðuna Camino Forum, þar sem upplýsingar eru um allt milli himins og jarðar er varðar pílagrímagöngurÞar setti ég inn fyrirspurn um hvort einhver hefði hugsað sér að ganga þessa leið 2017. 

Og vitið menn!!!!  Ég fékk svör frá þremur aðilum, Hanne, Ger og Mario frá Þýskalandi en hann hefur ekki látið heyra í sér í langan tíma þannig að við verðum trúlega þrjú sem höldum í gönguna.

Ég kem til Osló 9. júní og þar munum við pílagrímarnir hittast í fyrsta sinn. Það eru blendnar tilfinningar sem bærast innra með mér, bæði tilhlökkun og einnig smá kvíði. Ég veit að þetta verður erfitt en vonandi líka skemmtilegt.

Allavega hlakka ég mikið til þess að koma til Noregs í fyrsta sinn og fá að upplifa það sem fyrir augu ber.

Hér til vinstri á síðunni er kort af leiðinni sem við ætlum að ganga og förum við leiðina sem kölluð er "vesturleiðin", sem er í byrjun sú sem er vinsta megin á kortinu, en síðar sameinumst við austurleiðinni.                        

        Bara klikka með músinni á kortið og þá stækkar það;o)

Það eru ekki nein tímamörk hjá mér, tek bara einn dag í einu og vonandi nýt þess sem hann færir mér í hvert sinn, (vona að ég þurfi ekki mikið að kljást við íbúa á fótunum mínum, þ.e. blöðrur) En ef það skyldi einhver banka uppá í skónum mínum, þá verður vel hugsað um þann eða þá íbúa.undecidedsmile

Það væri gaman fyrir mig ef þið sem áhuga hafið á að fylgja mér hér á síðunni minni, að þið settuð nafnið/nöfnin ykkar í athugasemdir eða gestabókina.

Ég hef bloggað í göngunum mínum þremur og það er alveg frábært að geta lesið bloggin og horfið aftur í tímann - upplifað og glaðst yfir því að hafa getað gengið þessar göngur og að sjá hvað það eru þó margir sem hafa "fylgt" mér.smile Og ekki síst að lesa fallegu hvatningarorðin sem þar eru - þau fluttu mig langar leiðir.smilesmile

Þar til næst, sjáumst vonandi hér fyrr en síðar

Rúna - á leið til Noregs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband