Noregur kallar!

Jæja, nú er fjórða pílagrímagangan mín á döfinni og eru það frændur mínir í Noregi sem ég ætla að heimsækja og ganga svokallaða leið heilags Ólafs, sem er kennd við Ólaf helga Haraldsson konung.

Ég mun ganga frá Osló til Þrándheims, sem eru u.þ.b. 650 km og legg af stað þann 10. júní. Nú fáum við "ferðafélaginn minn" frá fyrri göngum félagsskap, Hanne sem kemur frá Ameríku og Ger frá Hollandi.

Þegar ég fór að velta þessari gönguleið fyrir mér var eitt sem ég var alveg með á hreinu. Ég vildi ekki ganga þessa leið án þess að vera í samfylgd annarra pílagríma. Leiðin er fáfarin miðað við göngurnar á Spáni og mun erfiðari og ekki eins mikið um gististaði, þannig að það verður ýmislegt öðruvísi en á Jakobsveginum og meira um að hugsa varðandi mat og gistingu og ekki má gleyma því sem miklu máli skiptir - VEÐRINU surprisedsurprisedsmile

Og því voru góð ráð dýr! Eða ekki;o) 

Hvernig átti ég að finna mér göngufélaga?   Jú, ég fór á síðuna Camino Forum, þar sem upplýsingar eru um allt milli himins og jarðar er varðar pílagrímagöngurÞar setti ég inn fyrirspurn um hvort einhver hefði hugsað sér að ganga þessa leið 2017. 

Og vitið menn!!!!  Ég fékk svör frá þremur aðilum, Hanne, Ger og Mario frá Þýskalandi en hann hefur ekki látið heyra í sér í langan tíma þannig að við verðum trúlega þrjú sem höldum í gönguna.

Ég kem til Osló 9. júní og þar munum við pílagrímarnir hittast í fyrsta sinn. Það eru blendnar tilfinningar sem bærast innra með mér, bæði tilhlökkun og einnig smá kvíði. Ég veit að þetta verður erfitt en vonandi líka skemmtilegt.

Allavega hlakka ég mikið til þess að koma til Noregs í fyrsta sinn og fá að upplifa það sem fyrir augu ber.

Hér til vinstri á síðunni er kort af leiðinni sem við ætlum að ganga og förum við leiðina sem kölluð er "vesturleiðin", sem er í byrjun sú sem er vinsta megin á kortinu, en síðar sameinumst við austurleiðinni.                        

        Bara klikka með músinni á kortið og þá stækkar það;o)

Það eru ekki nein tímamörk hjá mér, tek bara einn dag í einu og vonandi nýt þess sem hann færir mér í hvert sinn, (vona að ég þurfi ekki mikið að kljást við íbúa á fótunum mínum, þ.e. blöðrur) En ef það skyldi einhver banka uppá í skónum mínum, þá verður vel hugsað um þann eða þá íbúa.undecidedsmile

Það væri gaman fyrir mig ef þið sem áhuga hafið á að fylgja mér hér á síðunni minni, að þið settuð nafnið/nöfnin ykkar í athugasemdir eða gestabókina.

Ég hef bloggað í göngunum mínum þremur og það er alveg frábært að geta lesið bloggin og horfið aftur í tímann - upplifað og glaðst yfir því að hafa getað gengið þessar göngur og að sjá hvað það eru þó margir sem hafa "fylgt" mér.smile Og ekki síst að lesa fallegu hvatningarorðin sem þar eru - þau fluttu mig langar leiðir.smilesmile

Þar til næst, sjáumst vonandi hér fyrr en síðar

Rúna - á leið til Noregs


Bloggfærslur 4. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband