1.júlí - tuttugasti og annar dagur á göngu

Það var sól þegar ég vaknaði og góður dagur framundan, í gærkvöldi fóru 12 Pílagrímar í náttsöng í pínulitla guðshúsinu í Fokstugu. Þar var lesin náttsöngur, ekki sungin, lesin ritningarvers á fimm tungumálum og í lokin sungin Kyrie e Leyson. Og þetta var meira að segja raddaður söngur. Góð og notaleg stund og ég sofnaði fljótt og svaf vel til klukkan 6. Kláruðum  morgunmatin og lögðum í hann klukkan 7, veðrið dásamlegt og leiðin í dag 20km var alveg meiriháttar góð.

Pínulitið upp í byrjun, síðan rölt um heiðarnar, mosi, mold, grjót og gras var undir fótum, margar mýrar en yfir þær mestu var búið að leggja planka af ýmsum stærðum og gerðum. Það var gott fyrir okkur Pílagrímana, gangan í dag er sú léttasta til þessa en næstu dagar verða erfiðari svo þetta í dag var kærkomið. Mýið hélt áfram að vera um allt en angraði mig ekki eins mikið því í morgun var flugnaeiturs aðgerð sem heppnaðist vel. En einhverjir grænir trjáormar voru hrifnir af buxunum mínum því þeir voru ansi margir sem fengu ókeypis flugferð til jarðar, þegar ég kom auga á þá.

Ég var þreytt þegar við komum til Hageseter Turisthytte klukkan eitt eftir sex klukkustunda göngu og mörg stopp. Það var mjög heitt og ég var eiginlega cooked eins og dagt er.

Nú var það einn ískaldur, sturtan, þvottur í vél og nú er setið út á verönd, kaffi og dísæt jarðarberjatertusneið – æðislegt.

Hér er hestaleiga og þar eru eintómir íslenskir hestar og það var gaman að sjá þá koma í röðum með gestina að fara í reiðtúr.

Hvíldin er kærkomin og gott að láta sig dreyma um lokin, 11 dagar trúlega eftir, skiptum einum löngum og erfiðum degi í tvo daga. Og nú hrannast upp ský á himni og búið að spá vætu næstu daga, ég læt það ekki pirra mig, hef fengið 22 daga góða, aldeilis yndislega og þarf ekki að kvarta.

Við hittum mann frá Sviss sem heitir Daníel og hann er á svipuðum aldri og við og hann var að vandræðast hérna þegar við komum á gististaðinn að hann þyrfti að þvo fötin sín. Svo það var ákveðið að við myndum bara þrjú kaupa eina þvottavél og þurrkara og þvo allt saman, sem var og gert. Þvottavélin kláraðist og allt gekk vel, en þá kom babb í bátinn. Þurrkarinn virkaði ekki, alveg saman hvað við reyndum og gerðum og græjuðum – ekkert gekk. Kona sem er einn af eigendunum hérna kom og hún reyndi að grauta í þessu og fann ekkert út úr þessu, svo við biðum bara og hún ætlaði að reyna að ná í viðgerðarmann. Svo fóru kallarnir Ger og Daníel inn í þvottahúsið og prófuðu aftur – bíddu við, það gekk hjá strákunum – klukkutíma þurrkur. Svo fengum við okkur að borða, ég fékk mér steiktan silung, alveg dásamlegur, ofboðslega góður. Svo sagðist Daníel ætla að fara að athuga með þurrkarann, svo var mig farið að lengja eftir honum og ég fór og athugaði með kallinn. Haldið ekki að vinurinn sé bara búin að taka allan þvottinn og brjóta allt saman, taka naríurnar, brjóstahaldarana og allann pakkann. Allt brotið saman fyrir okkur Ger. Ég hélt ég yrði ekki eldri, ég hló svo mikið. Þetta sýnir hvað Pílagrímarnir standa vel saman, ekkert er heilagt.

Jæja elsku þið öll, hafið það gott ég er alveg upptekin við það líka.

  

“Sérhver stígur hefur sína polla”

 

Pílagrímakonan þreytt í fótunum en þakklát fyrir dag í senn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Rúna mín gott að allt gengur vel þrátt fyrir smá uppákomur en þú tekur þetta með jafnaðargeði og bros á vör það er líka best. Ég er alveg hissa á hvað þú meikar þetta bæði upp og niður vonandi ekkert sem eikur þér lofthræðslu. Gott bað (gulrót) matur og rúm er það besta á svona ferðalagi. Ætli þessi þjóðverji haf í ekki bara unnið í þvottahúsi. Við hér á Fróni fáum nokkra daga með sól og notarlegur hita ekki miklum en svo koma margir blautir inn á milli en svona er lífið súrt og sætt. Skrapp í Eylífsdalinn heimsótti þau Sigga og Hólmfr. það var bara ljúft tók karlinn með. Nú er kvöldverður í Hafnarfirði í kvöld þau eru komin frá Danmörku ætla að vera í mánuð og ferðast heilmikið, allavega dásamlegt að þau eru sammála um að skoða landið.

ÁFRAM, ÁFRAM RÚNA MÍN MEÐ GÓÐA SKAPIÐ OG ÞRAUTSEYJGUNA KÆRA VINKONA.

Helga Jörgensen (IP-tala skráð) 2.7.2017 kl. 13:07

2 identicon

Takk elsku Helga mín fyrir skrifin þín. Alltaf gott að lesa og yljar.😊😊

Rúna (IP-tala skráð) 2.7.2017 kl. 13:53

3 identicon

hahahahah það er aldeilis þjónusta hjá manninum hahaha - ekki allir sem myndu samt kunna að meta þessa viðleitni haha.  Gott að heyra í þér í dag elsku mamma.  Kærleikskveðjur frá okkur skyttunum þremur í London

dóttirin og dótturdæturnar tvær (IP-tala skráð) 2.7.2017 kl. 15:56

4 identicon

Elsku Rúna mín, ég er búin að vera tölvulaus alltof lengi en var að fá vélina aftur í fangið fyrir skömmu og er núna búin að vera að vinna upp lestur ferðadagbókarinnar! Ótrúleg seiglan í þér! Hlakka til að hitta þig og vonandi fá þig í heimsókn hingað til mín eftir gönguna. Ég lofa að þú munt ekki þurfa að bæta einum kílómetra við göngu þess dags - Hér verður einn ískaldur í kæli við komu :D

Harpa (IP-tala skráð) 2.7.2017 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband