Alltaf fćkkar í hópnum! Göngudagur ţrjú

12. júní runninn upp.  Ég svaf eins og ljúft ungabarn og viđ fengum mjög góđan morgun mat hjá Christian og Haraldi klukkan hálf átta.  Sólin skein og nú voru ţađ ég og Ger sem vorum orđin ein eftir.  Hanne fer allavega ekki lengra međ okkur og viđ kvöddumst á ţessum fallega stađ og gangan okkar hófst klukkan 8:45.  Nú var ekki eins mikiđ upp og niđur, leiđin lá međfram Tyrifirđi.  Fegurđin allt um kring, fallegir bóndabćir, grćnmetisakrar og fólk viđ vinnu ţar.  Stútungskonur sátu fáklćddar á litlum sláttuvélum og brunuđu fram og til baka um túnin viđ húsin sín.  Ţetta eru ekki neinir smáblettir, ţar sem smáblettir eru aka sjálfvirkar litlar sláttuvélar um lóđina.  Ţá datt mér í hug tćkin sem ţeytast um gólfin hjá fólki og ţrífa.  Viđ komum til Bosneskirkju en hún var lokuđ.  Sagan segir ađ ţar hafi pílagrímar komiđ viđ hér fyrrum.  Viđ Ger settumst niđur viđ kirkjuna og hvíldum okkur og alltaf er jafn gott ađ fara úr skónum og viđra ţreytta, sveitta fćtur.  Áfram hélst sólin og útsýniđ var ógleymanlegt, ekki hćgt ađ lýsa ţví.  Fjörđurinn skartađi sínu fegursta fyrir okkur.  Viđ héldum aftur af stađ og enn og aftur komum viđ ađ fallegri kirkju, Holekirkju, en hún var líka lćst.  Viđ hana er fallegur kirkjugarđur og nú var útigangskonan heppin ţví ţarna gat ég fyllt á vatnsflöskuna mína.  Ţađ er nefnilega dálítiđ erfitt ađ finna vatn á gönguleiđinni.  Ger hafđi pantađ gistingu fyrir okkur á General hótelinu.  Ţetta hótel er ađeins úr leiđ en nú er ég bara í lúxus, fallegt hótel og herbergiđ mitt fínt.  Ég er algjör prinsessa í dag finnst mér.  Viđ komum hingađ klukkan 13:45 og tćpir 20 km ađ baki.  Ţá erum viđ komin undir 600 kílómetrana, búin ađ ganga tćpa 69 km af 650 - jibbí!!  Mér líđur ágćtlega en auđvitađ tekur ţetta á, sveittir fćtur og flugubit en vonandi verđ ég í lagi.  Mikiđ gott ađ vera komin í hús svona snemma, fara í sturtuna sína, ţvo fötin sín og bara liggja í leti.  Viđ fengum okkur ćđislega pizzu í kvöldmat og bjórinn rann ljúflega niđur, fórum ađ sofa um níuleytiđ - ađ sjálfsögđu í sitthvoru herberginu!

Í lokin til ykkar heima sem ég sakna nú dálítiđ mikiđ - ţetta er alltaf erfitt á kvöldin ţegar ég fer ađ sofa: 

"Bros kostar minna en rafmagn en ber meiri birtu"

Pílagríminn ađ ganga sína ţrautargöngu vćgast sagt - en gaman.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband