Að kveðjast og heilsast

Jæja, þá er ferðalagið hafið.  Seinkun á flugi um eina klukkustund en það var í fínu lagi.  Ég var í góðum félagsskap.  Arndís Lind og hennar góði maki, sem mig minnir að hún hafi kallað Kidda (fyrirgefið ef ég man þetta ekki rétt) voru með mér á flugvellinum og einnig séra Ragnheiður Karítas og Lilja Kristín prestar íslenska safnaðarins í Noregi.  Þær stöllur lóðsuðu mig og hjálpuðu mér að skrá mig inn á einhverri maskínu.  Þær fylgdu mér á Gardemoen þegar við lentum þar og ég þurfti að kaupa lestarmiða.  Þar græjuðu þær allt fyrir útigangskonuna (nafngift sem ég er mjög hreykin af og Hanna vinkona gaf mér).  Takk elsku þið öll fyrir að vera með mér á flugvellinum!  

Nú þegar ég kom út úr lestarstöðinn hringdi Ger, hinn hollenski.  Hann kom svo upp að lestarstöð til að lóðsa mig á hostelið.  Við gengum saman að hostelinu mínu og hver beið þar nema Mario hinn þýski, týndi sauðurinn.  Það var gaman að hann skuli ætla að vera með okkur.  Hanne kom svo og hitti okkur og við fórum út að borða.  Við ákváðum að leggja af stað fyrsta daginn klukkan 9:00 í fyrramálið.  Hér er grenjandi rigning en logn og hlýtt.

 

"Ferðalag með þúsund kílómetrum byrjar alltaf á fyrsta skrefinu"

Ég ætla nú bara að ganga 640 km ef allt gengur vel.

 

Hamingjusöm Rúna á leiðinni í rúmið.

 

PS - smá eftirmáli hér frá dótturinni (sem einnig er einkaritari þessarar ferðar).  Mamma hefur ekki verið mikið í netsambandi en hún hringdi í morgun og sagði að allt gengi vel.  Þau gengu 22 km í gær, upp og niður alla leiðina og því fremur erfitt, auk þess sem ringt hefur meira og minna síðustu daga.  En andi hennar er léttur eins og við var að búast - það bítur ekkert á þessa konu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel kæra Rúna. Særún sagði mér frá rigningunni og erfiðu göngu dagsins - þrátt fyrir allt værir þú létt og kát. Mér var bent á svo fallegt ljóð um daginn - læt það fylgja hér með -

Lengi að þreyja í þessum skugga

þykir mögrgum hart

samt er á mínum sálarglugga

sæmilegt bjart :) 

Sara (IP-tala skráð) 11.6.2017 kl. 21:35

2 identicon

Er netið í norska símanúmerinu ekki að virka eða er ekki netsamband þar sem þú/hún er/t að ganga? Ef það þarf eitthvað að hafa samband við símfyrirtækið þá getur Steinar tekið það að sér....

Ástarkveðjur og bestu óskir um gott gengi á ferðalaginu <3 

Harpa

Harpa (IP-tala skráð) 11.6.2017 kl. 21:37

3 identicon

Flottust amma mín!! Gangi þér vel og ég hlakka til að fylgjast með &#x2764;&#x2764;&#x2764;&#x2764;

Stóran (IP-tala skráð) 11.6.2017 kl. 21:50

4 identicon

Fylgist þeð þér elsku sys.Gott að allt gengur vel&#x1F497;

Pulla (IP-tala skráð) 12.6.2017 kl. 08:35

5 identicon

Gott að allt gengur vel hjá þér, það er ekki næst best heldur best.

Helga Jörgensen (IP-tala skráð) 12.6.2017 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband