2.júlí - 23. göngudagur

Þoka í fjallshlíðum og það hafði rignt, við lögðum í hann kl 7 og hækkunin í dag úr 800m í 1200, niður aftur í 900 og upp í 1100 og endað í 800m. Það var hlýtt og logn, engin fluga á uppleiðinni sem betur fer.

Þessi leið kom mér á óvart, hélt þetta yrði mjög erfitt. Við gengum í byrjun á jafnsléttu, þá tók fjallgangan við, ég var ekkert að missa andann. Hægt og rólega liðum við upp hlíðarnar og á toppnum vorum við umlukin þoku, svolítið sérstakt að sitja þarna og horfa inn í þokuveggina allan hringinn. Og þarna setti ég upp vettlingana, það var kalt í þokunni. En ekki stóð þetta lengi og brátt birti til, falleg lítil vötn víða, Lóu söngur og gúgú fuglinn lét vita af sér.

Á þessari leið í dag mættum við þónokkuð af fólki sem kom á móti okkur, greinilega vinsælt að ganga héðan yfir fjallgarðinn niður til Hjerkinn.

Þar er meðal annars Pílagríma-center en við vorum svo snemma á ferðinn í morgun að það var ekki opið. Nú erum við komin í koju herbergi og ég í þeirri efri, ekkert mál. Við fáum morgunmat í fyrramálið hér í birtingunni, góð tilbreyting.

Gangan var frekar létt 17 km og síðustu 15 mínúturnar komu dropar úr lofti, þegar við komum í hlaðið á Kongsvoll skein sólin, þetta var stuttur og góður dagur 5 klst að rölta þessa kílómetra, nú erum við komin undir þessa 200 km sem eftir eru.

Það verður spennandi að sjá hvort við fáum gistingu á morgun, gátum ekki pantað það svo nú er bara að leggjast á bæn og vona að þetta gangi upp.

 

“Bros er vegabréf sem kemur þér hvert sem þú vilt”

 

Kveðjur til ykkar allra frá konunni í sólinni, telur niður og er farin að finna spennu vaxa innra með sér.


Bloggfærslur 2. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband